Ruth Milligan stofnaði TEDxColumbus árið 2009 og árið 2018 lét hún af störfum sem skipuleggjandi þess. Í þessum fyrirlestri síðan 2019 veltir hún fyrir sér hvað hún lærði af því að stjórna og þjálfa fyrirlestra síðastliðin 10 ár. Hún heldur því fram að TEDx reynslan kenni fyrirlesurum að lýsa upp hugmyndir sínar í gegnum sögur, berskjalda sig og breyta ræðum sínum með ofurfókus á áhorfendur sem núverandi leiðtogar bæði í opinbera og einkageiranum eru ekki endilega að gera. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að frásagnarlist sé það sem greinir á milli þeirra sem leiða og þeirra sem stjórna.
Samkvæmt Adam Grant þá eru þrjár tegundir fólks á öllum vinnustöðum: gefendur, takendur og jafnarar (e. givers, takers, matchers). Adam Grant er vinnustaðasálfræðingur og skrifaði m.a. bókina “Give and Take: Why Helping Others Drives Our Success” (2013). Hann fer hér yfir einfaldar aðgerðir sem ýta undir örláta vinnustaðamenningu, þar sem gefendur og jafnarar fá að njóta sín og sem heldur í skefjum starfsfólk sem þrífst á eigingjörnum hvötum.
Traust er grundvöllur fyrir allt sem við gerum. En hvað gerum við þegar það er brotið? Frances Frei, prófessor í Harvard Business School fer hér stuttlega yfir hvernig á að byggja það, viðhalda því og endurbyggja það. “Ef við getum lært að treysta hver öðrum meira, getum við haft ótal manneskja framfarir,” segir Frei.
Christine Porath fjallar hér um mikilvægi þess að fólki sé sýnd og sýni hvort öðru virðingu í starfi. Hún fer yfir bæði neikvæð og jákvæð áhrif vegna framkomu samstarfsfólks við hvort annað. Þá stiklar hún á stóru um hvernig megi byggja upp heilbrigt starfsumhverfi.
Atferlisþjálfi, fyrirtækjaþjálfi og höfundur ‘5 Chairs 5 Choices’ – Louise Evans. “The 5 Chairs is a powerful and systematic method which helps us master our own behaviours and manage the behaviours of others. To be a good leader is to contribute to the success and happiness of everyone, at work and at home, on a conscious level. The 5 Chairs offer 5 Choices. Which will you choose?”
Fyrirlestur Sir Ken Robinson um skólakerfi sem ýtir undir sköpun.
Simon Sinek, um hvað góðir leiðtogar gera sem gerir þá góða.
Roselinde Torres lýsir 25 ára reynslu af því að fylgjast með framúrskarandi leiðtogum að störfum og deilir hér þrjár einfaldar en mikilvægar spurningar sem leiðtogar framtíðar verða að velta fyrir sér til að fóta sig í framtíðinni.
Business leader Margaret Heffernan observes that it is social cohesion — built every coffee break, every time one team member asks another for help — that leads over time to great results. It’s a radical rethink of what drives us to do our best work, and what it means to be a leader. Because as Heffernan points out: “Companies don’t have ideas. Only people do.”