Daniel Wendler, sálfræðingur sem er á einhverfurófinu, talar um vináttu og mátt hennar.

Brené Brown er ein af okkar uppáhalds. Hún fjallar um kraftinn í því að vera berskjölduð og áhrif þess á tengsl og samskipti:

Amy Cuddy, félagssálfræðingur, segir frá áhrif líkamsstöðu á hugann.

Lera Boroditsky fjallar um hvernig tungumálið og orðanotkun hefur áhrif á hugsunarhátt okkar.

Kelly McGonigal, heilsusálfræðingur, fjallar um hvernig viðhorf til stress stýrir hvaða áhrif stress hefur á okkur!

Jill Bolte Taylor, heilasérfræðingur, lýsir því hvernig hún fékk heilablóðfall og fylgdist með virkni heilans breytast!

Klassískur fyrirlestur Sir Ken Robinson um hvernig öll börn fæðast sem snillingar.

Tim Urban um hvernig heili þeirra sem fresta er öðruvísi en annarra. Af hverju frestum við og bíðum fram á síðustu stundu með að gera verkefnin sem fyrir okkur liggja?

Sally Kohn talar um hvað það skiptir miklu máli að við sýnum hvort öðru skilning tilfinningalega.

Lisa McInnes-Smith talar um áhrif orða á eigið sjálf. 

Skemmtilegur og snarpur fyrirlestur frá sálfræðingnum Shawn Achor, þar sem hann færir rök fyrir því að hamingja eykur framleiðni. Með því að snúa formúlunni við um að vinnan göfgar manninn, hugsa það frekar að maðurinn göfgar vinnuna þá verðum við hamingjusamari og framleiðni okkkar eykst.

Stephen Duneier segir frá því hvernig honum hefur tekist að ná markmiðum sínum með því að horfa á þau frá öðru sjónarhorni. Hann er ekki afrekst nemandi, hann er góður í að sjá tækifærin.