Þetta er æfing sem er svo auðveld að maður eiginlega trúir því ekki að hún muni virka, en hún gerir það ef maður stundar hana!

Hún snýst ekki um að hugsa sig útúr aðstæðunum, heldur að vera í þeim og sjá að það er ókei – svona eins og sleppa tökunum.

Þegar sterkar tilfinningar koma prófaðu að anda djúpt og virkilega vera í aðstæðunum. Andaðu djúpt ofan í maga, þannig að þú finnir hann þenjast út. Það sem gerist líffræðilega þegar að við öndum með þessum hætti, eins og við séum sofandi, er að heilinn sendir skilaboð um að við séum slök. Við það slaknar á öllu taugakerfinu og við finnum ró.

Það krefst auðvitað æfingar að kenna líkamanum að lesa þessi skilaboð fljótt. Þannig að til þess að þú getir gripið í þetta þegar að þú þarft á því að halda og það skili árangri þá þarftu að æfa þig reglulega áður en þú þarft raunverulega að nota aðferðina.

Þú getur æft þig að fylgjast með andardrættinum þínum hvar sem er hvenær sem er, til dæmis heima hjá þér í 2 mín á morgnanna eða í bílnum, eða þegar að þú ert á klósettið, eða bara sitjandi við tölvuna að vinna. Tækifærin eru mörg til að æfa sig, það þarf bara að líta eftir þeim.

Það sem gerist ef þú æfir þig reglulega er að þessi tegund öndunnar verður trigger fyrir að þú sért róleg og yfirveguð, þ.e. þegar að þú byrjar að anda svona þá verður þú róleg strax. Þegar að þú ert róleg þá nærðu betur að ráða við tilfinningarnar sem t.d. verða þess valdandi að tárin koma.

Þegar að þú finnur þig í aðstæður þar sem tárin byrja að koma fram þá í stað þess að “trufla” þig með því t.d. að leysa flókna stærðfræði, þá andarðu djúpt og verður meiri “present” í aðstæðunum. Hugur þinn og líkami munu læra að þekkja þessi líkamlegu viðbrögð sem að þú sért örugg og sendir þau boð út í líkamann.

Þetta er æfing sem krefst þess að þú stundir hana mjög reglulega, en hún er mjög öflug.

— 

Æfingarplan gæti verið:

Tími: 2 mín

Æfing (sitjandi eða standandi):

  1. Fylgjast með andardrættinum fara ofan í maga (í gegnum munn eða nef) og þenja magann út

  2. Fylgjast með andardrættinum fara út um nefið og magann inn.

Endurtaka innan skilgreindan tímaramma

Gera tvisvar á dag í 30 daga – merkja við einhver staðar (gætir t.d. verið með 30 daga skema inni á fataskápshurð eða innan á baðskápshurð og merkt við).

—-

Ef þú missir úr dag þá er það ókei, þú byrjar bara aftur þaðan sem frá var horfið. Þetta er æfing í að taka stjórn á tilfinningum sínum, þannig að þær hætti að stjórna manni. Þetta er æfing sem krefst ástundunnar, en hún mun skila þér meiri yfirvegun og ró.

Gangi þér alveg ofsalega vel.