Erum við þakklát þegar við erum hamingjusöm eða erum við hamingjusöm af því að við erum þakklát? Hvort kemur á undan, hænan eða eggið? Skiptir það máli?
Það hefur sýnt sig að hamingjusamt fólk, fólk sem er sátt í eigið skinni, er þakklátt. Það er hægt að kalla fram þessar tilfinningar með því að iðka þakklæti. Eftir því sem þú ert þakklátari, því sáttari verður þú.
Ein leið til að byrja að iðka þakklæti er að skrifa niður lista á degi hverjum af nokkrum atriðum sem maður getur og er þakklátur fyrir.
Fjögur skref til að byrja að iðka þakklæti
01
Veldu þér bók eða tölvuskjal, þar sem þú skrifar niður þakklætisatriði þín.
02
Skrifaðu 3-5 atriði á dag sem þú ert þakklát(ur) fyrir.
Dæmi: ég er þakklát(ur) fyrir rúmið mitt, falleg samskipti í morgun, að ég vaknaði í morgun, að fá góðan mat, að búa á Íslandi, að ég sé með opin huga, að mig langi til að læra meira, að ég sé með góða tannheilsu, að ég hafi val, að ég eigi hlýja úlpu, að sólin skíni og svo framvegis
03
Gerðu það á sama tíma á hverjum degi. Það er vænlegra til árangurs að tengja nýjan vana við gamlan vana, til dæmis að skrifa niður atriðin áður en þú tannburstar þig.
04
Settu þér markmið að gera það í ákveðinn tíma, til dæmi 5-7 daga, farðu svo yfir listana þína að því loknu. Það er gott að taka stöðuna á sjálfri/(um) sér reglulega og upplifa árangurinn.