Hvað lætur okkur tikka?

Hvað lætur okkur tikka, hvað drífur okkur fram úr á morgnanna? Hvaðan kemur krafturinn okkar? Hann býr í okkur og við getum fiktað í honum! Við getum stillt hann eins og við viljum, við þurfum bara að vita það. 

Það byrjar á því að vita hvert við viljum fara og af hverju, það er draumurinn okkar. Í framhaldi skoðum við hvað við erum til í að gera til að komast þangað og svo æfum við okkur. Æfingin skapar meistarann og með ástundun þá verðum við manneskjan sem við viljum vera og förum þangað sem okkur langar að fara. Draumurinn okkar rætist. 

Við lærum að þekkja hvern krók og kima í sjálfinu okkar. Þegar að við þekkjum okkur sjálf á þann máta þá getur engin(n) sagt okkur hvað við erum og hvað við erum ekki, við vitum það sjálf. Það er leiðin að hamingjunni og sáttinni.

Þá hefst ferðalagið af alvöru og við förum að njóta lífsins á dýpri hátt og í meiri meðvitund. Meiri meðvitund leiðir til einlægari samskipta, sem leiða til dýpri tengslamyndanna og meiri trausts. Við verðum eitt.

….

Ég hef unnið í mörg ár með fólki að því að verða betri útgáfa af sjálfu sér. Markmið mitt að deila því sem ég hef lært á leiðinni með hverjum sem langar til að láta sína drauma rætast. Mín trú er að hver og einn einstaklingur geti fundið sinn innri kraft, geti stillt sinn vegvísi og látið sína drauma rætast.