Hvers vegna markþjálfun?

Ef þú vilt …

  • ná betri einbeitingu
  • ná settum markmiðum og njóta þess í leiðinni
  • vera meiri í núinu
  • vita betur hvað þú vilt og hvernig þú nærð því
  • fá meiri gleði í líf þitt
  • eiga meiri tíma fyrir það sem skiptir þig mestu máli
  • komast að því hvað skiptir þig mestu máli
  • LÁTA DRAUMA ÞÍNA RÆTAST

… þá er markþjálfun eitthvað fyrir þig!

Þú veist sjálf(ur) hver þinn draumur er, þú þarft bara að finna það og til þess er markþjálfun. Grunnhugmynd markþjálfunar er að svörin búi innra með hverju og einu okkar.

Þegar við finnum okkar eigin svör þurfum við ekki lengur að leita að þeim út á við og við getum einbeitt okkur að því sem skiptir máli fyrir okkur á hverri stundu. Hver er þinn draumur? 

Hvað gerist þegar að við fylgjum drauma okkar?

  • Betri einbeiting
  • Nýtur stundarinnar betur
  • Þekkir þarfir þínar og lærir að uppfylla þær
  • Færð skýrari mynd af því hvað þig langar til að fá út úr lífinu

Heimsmynd okkar skýrist og við finnum styrkinn sem við eigum í okkur til að móta myndina sem passar við draum okkar.

Við viljum flest öll hafa eitthvað um hlutina að segja og því fylgir ábyrgð. Í markþjálfun fáum við skýra mynd af því hvaða ábyrgð er okkar að taka, sem leiðir til þess að auðveldara verður að hefjast handa eða halda áfram. Við lærum að draumar rætast af því að við fylgdum þeim og höfðum trú á þeim. 

Ef þú hefur viljann til að vaxa, horfast í augu við sjálfa(n) þig og bæta líf þitt – þá er markþjálfun eitthvað fyrir þig. Þorirðu að láta draum þinn rætast, allavega reyna það?