Hversu hátt viltu hoppa?
Setur þú þak á hversu hátt þú getur hoppað, ert þú að setja takmarkanir á hversu langt þú getur náð?
Við eigum það til að takmarka okkur það án þess að átta okkur á að við séum að gera það, höldum að það sé “staðreynd” að við getum ekki náð lengri en eitthvað ákveðið.
Við ákveðum sjálf að við höfum ekki það sem til þarf til að komast eitthvert af því að við höfum ekki hæfnina, menntunina eða reynsluna og þess vegna leyfum við okkur ekki að ímynda okkur það. Við erum flest öll með einhverja stoppara í huga okkar; dæmi eru kyn, aldur, menntun, bakgrunn, tungumálakunnátta, kynþáttur, reynsla; allt geta þetta verið ástæður i huga okkar fyrir að við getum ekki náð einhverju sem við værum alveg til í “…. en þú veist, eg er ekki með rétta menntun eða hef ekki næga reynslu eða ….”.
Hvaða hugmyndir ert þú með um hluti sem takmarka möguleika þína?
Í markþjálfun skoðum við hugmyndir sem við höfum um hlutina og skorum á hugmyndir sem hindra okkur í að sækjast eftir það sem við viljum. Hvaða hugmyndir eru eins og mótvindur og hvaða hugmyndir eru eins og meðvindur? Hugmyndir eru bara hugmyndir, þær eru ekki staðreyndir! Við höldum það oft, en þegar að við rýnum betur í þær þá sjáum við að þær urðu til við aðstæður sem eiga ekkert endilega lengur við. Endurskoðun, endurskoðun og endurskoðun leiðir okkur að lausnum og svo árangri.
“Er það svo?” og “Af hverju?” eru spurningar sem opna möguleika og tækifæri sem við sáum ekki áður eða héldum að væri ekki í boði fyrir okkur og í markþjálfun er rými og tími til að fara á dýptina í þessari vinnu.
Hver stoppar okkur? Við sjálf – that’s who!