Leiðarljósið

,

Ég hef að leiðarljósi að allir geti blómstrað

Þar sem öll blómin blómstra er jarðvegurinn frjór og hvert blóm verður hraust. Blómin skyggja ekki hvert á annað, heldur gefa þau hvert öðru næringu og eru stuðningsnet. Þetta net gerir þeim kleift að vera til staðar fyrir hvort annað þegar þörf er á og saman vaxa þau.

Ég held að þetta megi heimfæra á okkur sem mannverur. Við erum félagsverur og þurfum á hvort öðru að halda. Þegar okkur líður vel getum við verið til staðar fyrir hvort annað. Við lærum það í fluginu að setja fyrst á okkur grímuna og svo aðra í kringum okkur. Þess vegna skiptir máli að við gefum okkur tíma til að uppfylla okkar eigin þarfir. Þannig getum við betur stutt við samferðarfólk okkar.

Við verðum næringin af því að við nærumst

Þegar við stækkum þá vex umhverfið okkar með okkur.

Í markþjálfun kemstu að því hvað veitir þér þá næringu sem þú þarft til að geta verið sú manneskja sem þú vilt, manneskjan sem lætur drauma sína rætast.

Kannski veistu það nú þegar og þig vantar að fylgja því betur eftir, eða þig langar til að vaxa enn meira og takast á við stærri áskoranir heldur en þú hefur hingað til verið að gera.

Markþjálfinn þinn

Hverjir sem draumar þínir eru, hvað sem þig langar til að gera eða hvert sem þig langar að fara, þá er markþjálfi einkaþjálfarinn í lífi þínu. Þú veist að þú verður betri þegar þú vinnur með þjálfara, ef ekki nema bara til að koma þér af stað og svo til að halda þér við efnið. Þú átt það skilið að láta drauma þína rætast, þú ert þess virði!