Þegar við erum með góðan þjálfara okkur við hlið þá gengur okkur best. Þannig höldum við fókusinn stilltann á markið okkar, sem flýtir leið okkar að þeim stað sem við viljum komast á. Þjálfari ýtir okkur áfram og þegar að við höldum að við getum ekki meir þá ýtir þjálfarinn á okkur. Við finnum að við eigum meira inni.

Það er eins og þegar að við förum í ræktina, hvenær gengur okkur best og hvenær náum við mestum árangri? Svarið er þegar að við með þjálfara okkur við hlið, hvort sem er í hóptíma eða einkaþjálfun. Nú eða þegar að við erum að æfa eftir áætlun sem við settum upp í samráði við þjálfara okkar. Þjálfun hugans lýtur sömu lögmálum, það er við náum meiri árangri og verðum skilvirkari með aðstoð góðs þjálfara okkur við hlið.

Leyfðu þér að njóta krafta þína og láta drauma þína verða að veruleika, hversu stórir eða smáir sem þeir eru, og náðu framúrskarandi árangri með þjálfara þér við hlið.