Ég hef verið svo lánsöm að fá að elta hjartað og ástríðu mínu, en hún snýr að því að skapa fólki aðstæður þar sem þau geta látið ljós sitt skína.
Öll getum við látið drauma okkar rætast og náð þeim árangri sem við sækjumst eftir. Það tekur mislangan tíma að komast þangað og krefst hugrekkis, en það er aldrei of seint að byrja ferðalagið. Í markþjálfun virkjum við getu og kraft sem þegar býr í okkur, fyrir vikið verðum við öflugri og færari í að takast á við verkefnin sem koma inn í líf okkar.
Hvort sem þú vilt finna þinn takt, skerpa fókusinn, ögra þér eða bara finna friðinn í hversdagsleikanum – þá er geggjað að hafa góðan þjálfara sér við hlið. Hafðu samband við mig hér: soleykr@gmail.com
Starfsreynsla
Starfsreynsla mín er fjölbreytt, enda hef ég gaman af því að takast á við nýjar áskoranir. Áskoranirnar sem ég hef tekist á við eru forstöðumaður á sambýli, mannauðsstjóri, mannauðsráðgjafi, var með eigið stúdíó og sem stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi.
Um þessar mundir starfa ég hjá Reykjavíkurborg, að nýju verkefni sem er eitt af heilsuhlunnindum fyrir starfsfólk borgarinnar og snýr að stuðningi og ráðgjöf fyrir starfsfólk borgarinnar til að efla félagslega og andlega heilsu sína.
Samhliða því tek ég að mér þjálfun hverskonar með að leiðarljósi að styðja stjórnendur og vinnustaði að skapa heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi.
Menntun
- Diplóma á meistarastigi í jákvæða sálfræði (2020)
- Vottaður styrkleikaþjálfari frá Gallup (2020)
- ACC vottaður (stjórnenda)markþjálfi (2015/2017)
- MS í mannauðsstjórnun (2017)
- BA í sálfræði (2006)