Markþjálfun er þroskandi og skemmtilegt lærdómsferli.
Í markþjálfun skapar þú þér tækifæri til að ná betri árangri í lífi og starfi, bæta samskipti hvort sem er í vinnu eða einkalífi. Þegar að þú vinnur markvisst að því að ná markmiðum þínum, þá eykst lífshamingja þín.
Markþjálfun byggir á þeirri hugmyndafræði að svörin búi innra með okkur. Hlutverk markþjálfans er að lýsa upp leiðina að þeim. Þannig gefst þér tækifæri til að skoða sjálfa(n) þig, störf þín og hegðun í fullum trúnaði með markþjálfa sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi um fram allt annað.
Markþjálfunartíminn er þinn tími!