Þriggja klukkustunda námskeið þar sem á skömmum tíma er kennt að nota einföld tæki og tól til að setja sér skýr markmið og fylgja þeim eftir.

Þetta námskeið er fyrir þá sem langar til að setja sér markmið sem þeim langar virkilega til að ná, markmið sem kitla og kalla fram bros.

Markmið eiga að vinna fyrir okkur, þau eiga að snúast um að finna leiðirnar sem leiða okkur til þess að verða þær manneskjur sem okkur langar til að vera. Við setjum okkur markmið til að skapa okkur þann lífsstíl sem okkur dreymir um, en ekki það sem “ætlast” er til af okkur.

Markmið og ávinningur

  • Þú lærir að greina markmið sem eru “góð hugmynd” frá markmið sem þig langar raunverulega að ná
  • Þú kynnist leiðir til að ná markmiðum þínum á markvissan hátt
  • Þú lærir að nýta þér hugmyndir og aðferðarfræði sem leiðir til aukins sjálfstrausts við markmiðasetningu
  • Þú setur niður a.m.k. 1-3 markmið á vinnustofuna
  • Rafrænt markmiðaskjal og 3ja mánaðar dagatal
  • Rafræn eftirfylgni í 4 vikur