Nýir stjórnendur sem fá stuðning í starfi, sérstaklega þegar þeir eru að stíga sín fyrstu skref, verða öruggari í starfi sínu. Í stjórnendamarkþjálfun er tækifæri til að þróa stjórnendastíl sinn og skerpa reglulega á sýn sinni. Stuðningur við nýja stjórnendum eflir þá til að “hugsa út fyrir kassann” og rýna í eigin barm í öruggu umhverfi.

Þekkt er orðið að stjórnendur nýta sér markþjálfun til að þróa sig í starfi og ná markvissum árangri í starfi sínu (1). Í kjölfar stjórnendaþjálfunar stóraukast gæði ákvarðanatöku stjórnenda (2). Þá er upplifa stjórnenda að þjálfunin skilar þeim aukinni hæfni við ákvarðanatökur og við markmiðasetningu. Markþjálfun hefur einnig áhrif á samskiptafærni stjórnenda og hæfni þeirra til að beita virkri hlustun (3).

Þjálfunin fer þannig fram að þjálfari og stjórnandi koma sér saman um hvaða árangri stjórnandi vill ná í samstarfinu, í raun er það stjórnandinn sem ræður þessu en þjálfarinn byrjar strax að spyrja krefjandi spurninga sem fær stjórnandann til að hugsa. Þá hefst samstarfið og snýst það að mestu um að þjálfari spyr krefjandi spurninga og skorar á stjórnadann, með að leiðarljósi að íta stjórnandanum út fyrir þægindaramma sínum þar sem vöxturinn fer fram. Virðing og traust eru lykillinn að góðum árangri og viljinn til að takast á við nýjar áskoranir og vaxa.

Stundum er það þó þannig að stjórnandi vill nýta þjálfarann sem bandamann sinn og þá er samkomulag um að svo sé. Þjálfari hlustar þá og styður stjórnandann í að sjá aðstæður og verkefni frá ólíkum sjónarhornum þannig að stjórnandi geti mætt þeim með þeim hætti sem hann vill hverju sinni.