Grunnurinn að góðri vinnustaðamenningu er viðhorf starfsfólks. Það þarf að vinna markvisst að því og tryggja að allir geri sér grein fyrir sinni aðkomu að því að móta góðan vinnustað. Ef sú vitneskja væri sjálfsögð og almenn þá væru allir vinnustaðir með góða vinnustaðamenningu, en svo er því miður ekki.

Fyrirlesturinn Vaxtarhugarfar til árangurs tekur á þeim áhrifum sem eigin viðhorf hafa á upplifun okkar á daglegum verkefnum. Þá eru kenndar einfaldar en áhrifaríkar aðferðir til að hafa áhrif á eigin viðhorf. Þegar að við lærum að vinna með viðhorf okkar þá breytist líf okkar til hins betra og við verðum færari að takast á við daglegar áskoranir.

Til að fara á dýptina og virklega tileinka sér vaxtarhugarfar til árangurs er mælt með námskeið, en það er ætlað starfsfólki jafnt sem stjórnendum.

  • Hvað eru viðhorf?
  • Hver er munurinn á föstu viðhorfi og vaxtar viðhorfi?
  • Hvernig getum við tileinkað okkur vaxtar hugarfar í leik og starfi?
  • Hvernig getum við aukið árangur og ánægju með viðhorfinu einu?
Pantaðu fyrirlestur eða námskeið á vinnustaðinn þinn