Þjálfun

Eg mentoraði Sóley fyrir ACC gæðavottun hennar á aðferðarfræðinni og hún er framúrskarandi markþjálfi. Hún hefur einstaklega sterkt innsæi, góða nærveru og hugrekki til að spyrja krefjandi spurninga sem hjálpar fólki að horfa á sig á heiðarlegan og uppbyggjandi hátt. Ég mæli eindregið með Sóley sem markþjálfa fyrir alla þá sem vilja vaxa og taka ábyrgð á eigin lífi.

Markþjálfun hjá Sóley hefur breytt lífi mínu til hins betra á svo marga vegu. Hún hefur meðal annars hjálpað mèr að sjá skýrari mynd af því sem èg vil fá út úr lífinu og hvernig èg get náð markmiðum mínum. Ég mæli með markþjálfun fyrir alla sem vilja bæta sig og ná betri árangri!

Frá því að ég byrjaði í markþjálfun hjá Sóleyju hef ég fengið skýrari sýn á hvað það er sem að ég vil stefna að í lífinu. Ég hef fengið góð tól til þess að skipuleggja mig og gera framtíðarplön. Ég er jákvæðari og vinn að markmiðum mínum á hverjum degi. Sóley er með ótrúlega góða nærveru og eftir hvern tíma fer ég brosandi út í daginn með trú á því að draumar geti ræst.

Ég fór í markþjálfun til Sóleyjar því mig vantaði smá hjálp við að ná nokkrum markmiðum. Hún hjálpaði mér með það og gott betur. Þessir fáu markþjálfunartímar sem ég fór í hjá henni hafa gefið mér svo mikið og breytt viðhorfi mínu til lífsins.

Ég er Sóley þakklát fyrir að taka son minn (17 ára) í markþjálfun eftir að hann lenti í erfiðum veikindum sem settu framtíðarmarkmið hans úr skorðum. Sóley hjálpaði honum að sjá nýjar hliðar á sjálfum sér, að þekkja styrkleika sína og að setja sér ný markmið. Hún hefur einstaklega góða nærveru og þá eiginleika að ná til unglinga sem er ekki á allra færi. Við erum henni innilega þakklát fyrir góða nærveru og mikla faglega færni í samskiptum við son okkar á erfiðum tímum í hans lífi.

Fyrir þremur árum síðan fór ég í markþjálfun hjá Sóley. Það má segja að sú reynsla hafi markað tímamót í mínu lífi, því að þar var sáð fræi. Fræi sem núna hefur fengið að blómstra og ég fæ að gera alla daga það sem ég elska.

Ég fæ að vakna á mánudögum og hlakka raunverulega til dagsins, ég fæ kikk útúr því sem ég er að gera alla daga, ég hef fengið tækifæri til að vinna með fólki sem ég hef dáð frá því að ég var yngri og í raun hef ég fengið í hendurnar drauminn minn, drauminn sem ég lýsti í fyrsta tímanum.

Stundum gleymi ég að staldra við og pæla hvert ég er komin! Fræið er nú orðið að blómi og ég ætla að halda áfram og sjá blómið sem einu sinni hélt að það fengi aldrei að blómstra – blómstra.

Ég get ekki mælt nógu mikið með markþjálfun – þessir tímar breyttu lífi mínu.

Ég mæli með því að fara til Sóleyjar í markþjálfun. Það var það besta sem ég gerði á síðasta ári. Það gaf mér fókus og nýja innsýn í það sem ég vildi gera í lífinu.

Ég er alltaf gjörsamlega endurnærð og svo peppuð fyrir því sem koma skal eftir markþjálfunartíma hjá Sóley!! Tímarnir hjálpuðu mér ótrúlega mikið að komast nær mínum markmiðum. Ótrúleg tæki og tól sem Sóley hefur hjálpað mér að vinna með til þess að ná settu markmiði og ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa verið í þessum tímum vegna þess að ég er komin svo miklu nær mínum markmiðum og hefði ekki getað það án Sóleyjar! Hlakka svo til að mæta í næsta tíma! Mæli svo sannarlega með þessu. TAKK fyrir mig Sóley!

My time spent with Sóley is absolutely invaluable. Thanks to her coaching, I was able to set realistic goals for myself, both long-term and short. Sóley’s energy and effortless positivity made me look forward to our sessions and anticipate what insight she had for me. Her presence is calm and welcoming and her approach is very effective. Thanks to Sóley, I am now more confidence in myself and I understand the importance of setting realistic goals in everything I do. Thank you so much Sóley! Can’t wait to meet with you again and I am certainly looking forward to subscribing to your podcast!!