Í hlaðvarpi mínu, Að finna taktinn: Breytingaskeiðið, fæ ég til mín konur sem hafa annað hvort faglega þekkingu eða persónulega reynslu af breytingaskeiðinu, nú eða bæði!

Ég stóð sjálfa mig að því að vera með fordóma fyrir þessu tímabili og þá var bara ekkert annað í stöðunni en að kynna mér það betur. Fyrir mig þýðir það að spjalla við sem flestar konur um breytingaskeiðið og læra þannig um það.

Tölum um breytingaskeið kvenna án þess að roðna og vörpum á það jákvæðu ljósi. Þær konur sem fæðast með æxlunarfæri kvenna fara á breytingaskeiðið í kringum fertugt. Þá hefst nýr kafli sem markar í raun síðasta þriðjung æviskeið kvenna og við ræðum bara alls ekki nóg um. Þessi þáttasería er innlegg í að auka umræðuna um breytingaskeið kvenna og draga fram fegurðina í því sem framundan er. Rætt er við allskonar konur um breytingaskeiðið, bæði faglega og reynslulega.

Ég sé alfarið um allt er viðkemur þáttinn, en bróðir minn Kristján Steinn Kristjánsson, gerði stef þáttarins.