fbpx

Að finna takinn

Í hlaðvarpi mínu, Að finna taktinn: Breytingaskeiðið, fæ ég til mín konur sem hafa annað hvort faglega þekkingu eða persónulega reynslu af breytingaskeiðinu, nú eða bæði!

Ég stóð sjálfa mig að því að vera með fordóma fyrir þessu tímabili og þá var bara ekkert annað í stöðunni en að kynna mér það betur. Fyrir mig þýðir það að spjalla við sem flestar konur um breytingaskeiðið og læra þannig um það.

Tölum um breytingaskeið kvenna án þess að roðna og vörpum á það jákvæðu ljósi. Þær konur sem fæðast með æxlunarfæri kvenna fara á breytingaskeiðið í kringum fertugt. Þá hefst nýr kafli sem markar í raun síðasta þriðjung æviskeið kvenna og við ræðum bara alls ekki nóg um. Þessi þáttasería er innlegg í að auka umræðuna um breytingaskeið kvenna og draga fram fegurðina í því sem framundan er. Rætt er við allskonar konur um breytingaskeiðið, bæði faglega og reynslulega.

Ég sé um allt er viðkemur þáttinn, en bróðir minn Kristján Steinn Kristjánsson, gerði stef þáttarins.

Að vera miðaldra og á breytó er alveg einstaklega steikt og því lítið annað í stöðunni en að slá þessu öllu upp í góðu gríni. Fókusinn er á að finna taktinn í þessu lífi, eitthvað uppbyggilegt og jafnvel einhver misskilningur um þetta allt saman.

Fyrsta sýningin var í Tjarnarbíó laugardaginn 31.ágúst 2024 og önnur sýning er 12.október næstkomandi, kaupir miða hér.

Það má líka bóka mig í styttri skemmtanir, enda bara gleði sem fylgir því að ræða miðaldra og breytó!

Umsagnir

Ég hló svo mikið að eg var með harðsperrur í maganum daginn eftir. Geggjuð sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.” – Kristín Ásta, þroskaþjálfi og kona á breytó

Frábært uppistand, svo mikilvægt að sjá fyndnu hliðarnar á þessu blessaða skeiði, tengi vandræðalega mikið við þetta allt. Frábært hláturskvöld með vinkonuhópnum!” – Halldóra Skúla, Kvennarad.is

Sóley stóð á sviðinu eins og hún hafi ekki gert annað en gera uppstand sýningar lengi! Ég hló svo mikið og tengdi við svo margt. Virkilega góð skemmtun sem ég mæli 1000%með.” – Ágústa Kolbrún jóga

Ferskasta og fyndnasta uppistand sem ég hef séð á þessu ári. Sóley er fáránlega fyndin og sjarmerandi og smitar áhorfendur af einstakri lífsgleði og peppi.“ – Dóra Jóhannsdóttir, stofnandi Improv Ísland og leikstjóri Áramótaskaupsins 2022