Hvenær / hvers vegna ferðu í markþjálfun?

  • Af því að þú ert á tímamótum
  • Það eru breytingar framundan eða þarfar
  • Til að skerpa á framtíðarsýn þína
  • Til að fá stuðning við að feta ótroðnar slóðir
  • Til að læra betur á sjálfan þig, hver gildi þín eru og hvernig þú virkjar innri hvata þinn
  • Til að verða sá stjórnandi sem þú sækist eftir að vera (í vinnu, lífi, verkefni)
  • Allskonar aðrar ástæður!

Lífið er draumurinn okkar. Á hverjum degi, á hverri stundu, erum við að æfa okkur í að láta hann rætast. Við vinnum að því að vera besta útgáfan af okkur sjálfum, eða bara sú sem sem okkur langar að vera.

Hvaða týpa langar þig að vera, hver eru gildi þín í lífinu? Hverjar eru fyrirmyndir þínar og hvaða eiginleika þeirra langar þig að æfa þig í að tileinka þér? Hverjir eru draumar þínir? Ertu að lifa samkvæmt gildinum þínum? 

Þegar við erum með góðan þjálfara okkur við hlið þá gengur okkur best. Þannig höldum við fókusinn stilltann á markið okkar, sem flýtir leið okkar að árangri. Þjálfari ýtir okkur áfram, þannig að þegar að við höldum að við getum ekki meir þá ýtir þjálfarinn á okkur. Við finnum að við eigum meira inni.

Settu þig í fyrsta sæti í þínu lífi. Leyfðu þér að njóta krafta þína og láta drauma þína verða að veruleika.

Hvaða viðhorf langar þig að tileinka þér, hvernig samskipti viltu eiga við fólkið í kringum þig, hvernig langar þig að haga lífi þínu? Þú ræður því og með hjálp þjálfara þá eru þér allir vegir færir.

Sem þjálfari þinn þá styð ég þig til að ná þeim árangri sem þú sækist eftir, en við tryggjum að skilgreina það áður en við höldum af stað (annars endum við bara einhverstaðar!). Ég spyr þig krefjandi spurninga sem fá þig til að hugsa og skora á þig þannig að þægindahringurinn þinn stækki, og að sjálfsögðu gerum við þetta á þínum hraða og ég mæti þér þar sem þú ert stödd / staddur hverju sinni.